Hvorki hef ég vit né þekkingu til að ákveða, hvort „afglæpavæða“ skuli vændi. Hitt veit ég með vissu, að málið kemur Amnesty International ekkert við. Og að stuðningur þess við „afglæpavæðingu“ mun skaða samtökin. Ég hef alltaf litið svo á, að Amnesty snerist um að hjálpa fólki, sem sætir ofsóknum stjórnvalda, punktur. Önnur atriði eru eingöngu til þess fallin að dreifa kröftum samtakanna og gera þeim starfið erfiðara. Á nú þegar að vera orðið öllum ljóst. Að baki „afglæpavæðingar“ liggur venjulega frjálshyggjurugl, sem víða er til vandræða. Rétt var hjá Íslandsdeildinni að sitja hjá við afgreiðslu málsins á fundinum.