Ekki mér að kenna

Punktar

Árni Páll Árnason kennir ríkisstjórninni um fylgistap Samfylkingarinnar. Því til stuðnings nefnir hann svikið loforð um kosningu um framhald Evrópuviðræðna. Þetta er furðuleg tilgáta. Í fyrsta lagi er ríkisstjórninni ekki skylt að halda uppi fylgi Samfylkingarinnar. Í öðru lagi ætti svikið stjórnarloforð að leiða til aukins fylgis flokks, sem ákafast studdi kosningu. Því fer fjarri í raun. Skýringa á hruni Samfylkingarinnar er að leita annars staðar, heima fyrir. Að vísu þýðir ekki að útskýra slíkt fyrir Árna Páli. Hann er límdur við stólinn að sið íslenzkra pólitíkusa. Vildi hann yfirgefa rústirnar, mundi þar kvikna líf.