Framtíð Íslendings er þessi. Hann getur fengið vinnu á Jótlandsheiðum. Flýr út og kaupir þar 40 milljóna einbýlishús með 2,4 milljón króna útborgun. Rest fær hann lánaða á 1,2% vöxtum. Fljótlega sér hann, að höfuðstóll lánsins minnkar í stað þess að vaxa. Fær leikskólapláss, tómstundastyrk barna, matvöru fyrir skít og kanil. Það eina, sem hækkar, er upphitun. Í apótekum og heilsustofnunum þarf hann ekki að borga krónu. Kominn úr mannfjandsamlegu umhverfi í mannvænt. Sezt að á Jótlandsheiðunum og gerist Dani. Þannig rætist planið um flutning okkar á Jótlandsheiðar. Þurfum ekki að lesa Egil Helga um uppganginn í helvítinu heima.