Forstjórarnir þúsund

Punktar

Mikilvirkustu þjófar landsins eru forstjórarnir þúsund, sem skrá heimili sitt erlendis til þess að komast hjá sköttum og skyldum landsins. Lítið sem ekkert eftirlit er með undanskotinu, enda er stjórnvöldum illa við eftirlit og kalla það eftirlitsiðnað. Þarna hverfa milljarðar árlega úr tekjum ríkisins og stuðla þannig að hruni velferðar. Ekki vantar þó, að forstjórarnir þúsund rífi kjaft og gefi þjóðinni ráð um, hvernig hún skuli haga málum sínum. Þegar viti borin stjórnvöld komast til valda, væri kjörið að gera þá landræka í tíu ár. Eins og tíðkaðist í Grikklandi hinu forna, þegar frekjuhundar gengu fram af fólki.