Við höfum tekið þátt í vestrænu samstarfi af ýmsum ástæðum og sumpart af hálfum huga. Þessi ríki hafa svipað þjóðskipulag og svipaðan hugmyndabanka. Við höfum talið okkur hafa vernd í Atlantshafsbandalaginu og gróða af fríverzlunarsvæði Evrópu. Gengum samt ekki í Evrópusambandið, sætum linnulausum áróðri gegn því. Getum því ekki gert kröfu til, að það gæti hagsmuna okkar eða liðki til fyrir okkur vegna Rússa. Við ofmetum líka lýðræði og friðsemd vestrænna ríkja. Höfum einnig að undirlagi Davíðs stutt óhæfuverk Bandaríkjanna í þriðja heiminum. En við megum samt ekki láta grátkór kvótagreifa stjórna utanríkisstefnu okkar.