Ólöf Nordal kvartar yfir óvæginni umræðu og segir: „Stundum er eins og hér sé ekki eitt þjóðfélag, ekki ein þjóð í landi.“ Ég get upplýst silfurskeiðunga, að hér ERU minnst tvær þjóðir. Ekki von, að Ólöf fatti slíkt, fædd til valdsins. Væru 500 þúsund króna lágmarkslaun lögbundin, væri unnt að tala um eina þjóð. Um daginn var samið um hækkun upp í 300 þúsund krónur á þremur árum, hafi Ólöf ekki tekið eftir. Til að lögfesta 500 þúsund króna mánaðalaun þarf auk vasks á ferðaþjónustu að afturkalla afslátt af auðlegðarskatti og auðlindagjaldi. Slíkt má bófaflokkur Ólafar ekki heyra nefnt. Hún mun því fá fleira að heyra um tvær þjóðir.