Pawel Bartoszek bendir réttilega á, að Mogginn hafi tekið upp stefnu öfgaflokka á hægri jaðri. Líkist National Front í Frakklandi og Fidesz í Ungverjalandi, er vilja haga seglum eftir vindi í alþjóðamálum. Í áratugi var blaðið kjölfestan í stefnu vestrænnar samvinnu, en hefur kúvent í makrílnum. Ræðst af ofsa á Gunnar Braga Sveinsson í einróma kór kvótagreifa, sem raunar eiga blaðið. Að venju er Elliði Vignisson í Eyjum vanstilltastur. Á sömu öfgalínu eru nokkrir þingmenn flokksins, að minnsta kosti Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson og Valgerður Gunnardóttir. Flokkurinn kann að klofna í vestrænan og tækifærissinnaðan flokk. Athyglisvert er svo, að Seðlabankinn telur makríldeiluna ekki alvarlegt áfall.