Flokkar deyja – málin lifa

Punktar

Nánast dautt er hefðbundna vinstrið, sem áður stóð fyrir velferð. Samfylkingin og Vinstri græn eru og verða áhrifalitlir 10% flokkar. Á sama tíma mælist 90% eindreginn stuðningur við málefni þeirra, heilbrigði, skóla og húsnæði fyrir alla. Grimmd og græðgi, einkavinavæðing og pilsfaldur fyrir gæludýr Sjálfstæðis og Framsóknar njóta lítils sem einskis fylgis. Kjósendur treysta ekki vinstrinu fyrir þess eigin málum. Jafnvel ekki hinni sívinsælu Katrínu Jakobsdóttur. Fólk óttast líklega Árna Pál og Möller, Steingrím og Ögmund. Treystir pírötum betur til að leysa hin himinháu vandræði heilbrigðis og skóla og húsnæðis fyrir alla.