Byltingin er hafin

Punktar

Byltingin er hafin í þeim tveim ríkjum, sem auðhyggjan lék verst, Bandaríkjunum og Bretlandi. Mun ekki sigra í fyrstu atrennu, en hugsanlega nær Bernie Sanders forustu í flokki demókrata og Jeremy Corbyn í Labour. Að baki þeirra stendur þétt fylking fólks, sem fattar stóra svindlið, yfirtöku auðræðis á lýðræðinu. Auðræðið á alla þingmenn og forseta Bandaríkjanna og svipað er í Bretlandi, þar sem Tony Blair sveik alþýðuna í hendur greifanna. Hér eru sömu hræringar. Unga fólkið fattar, að vitlaust er gefið í spilunum, treystir ekki stétt pólitíkusa. Unga fólkið hjá pírötum mun taka við og leiða okkur inn í spennandi framtíð.