Ríkisstjórnin setti Landspítalann á hliðina. Þannig liggur spítalinn enn, þótt verkföll hafi verið stöðvuð. Sérhæfðir starfsmenn, sem sögðu upp, hafa ekki endurráðið sig. Aðeins 24 starfmenn hafa komið til baka, en uppsagnir rúmlega 300 starfsmanna gilda enn. Þeir eru að hætta störfum þessa dagana og upp úr mánaðamótum. Til dæmis hefur enginn lífeindafræðingur dregið uppsögn til baka. Neyðarástand er á ýmsum deildum spítalans. Ekki má skrifa um ótímabær mannslát. Landspítalinn er hættur að bera sig saman við norræna, þýzka, franska spítala. Er þriðja heims spítali, eins konar sjúkraskýli á tíma stríðsins gegn velferð.