Er að mestu leyti sammála stefnu pírata eins og Birgitta Jónsdóttir lýsti henni á landsfundi flokksins. Efast þó um forvirkan samning um samstarf í ríkisstjórn um bara örfá atriði: Stutt kjörtímabil, nýju stjórnarskrána og atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandi. Kjósendur vænta aðgerða á fleiri sviðum, til dæmis endurreisn laskaðrar velferðar. Kosningar hafa áráttu til að fela í sér óvænt úrslit. Fyrirfram innpakkað samstarf verður þyngra í vöfum en reiknað var með fyrir kosningar. Gefur öðrum flokkum færi á gagnaðgerðum. Bezt að hnýta ekki of fast. Spekúlera í góðu hófi og þá fyrir kosningar, byrja strax að safna gögnum. Ekki eyða tíma og velvild eftir kosningar í langvinna „úttekt á allri stjórnsýslunni“. Halda samhliða góðum hraða á aðgerðum, sem hefjist strax.