Hugdettur stýra ferðinni

Punktar

Deilan um byrjendalæsi er mér næsta illskiljanleg. Um aldamótin var tekin upp kennsluaðferð í lestri á grundvelli hálfkaraðra rannsókna. Efasemdir eru samt um, að línurit segi rétta sögu af tjóninu. Taugaveikluð lausn ráðherra er að kippa þessu til baka og kasta inn annarri kennsluaðferð á grundvelli enn minni og verri rannsókna. Er þetta ekki dæmigert fyrir Ísland? Hér er allt lausgirt og menn vaða um í nærri fullkomnu gerræði. Pólitískar hugdettur hafa sömu stöðu og vísindi. Illuga Gunnarssyni gæti dottið í hug, að sköpunarsagan skuli leysa þróunarvísindi af hólmi. Hinn dæmigerði fúskari er óhæfur til að vera ráðherra.