Í Amsterdam er fullt af söfnum með minjum frá gullöldinni, þegar hér var meðal annars prentuð Specimen lslandiae historicum eftir Arngrím Jónsson lærða. En ferðamenn þurfa ekki að sækja söfnin til að kynnast sautjándu öldinni. Þeir hafa andrúmsloftið allt í kringum sig‚ bæði úti og inni.
Að baki hins íhaldssama yfirbragðs borgar kaupsýslumanna ríkir svo um leið óvenjulegt og að sumra viti óhóflegt frjálslyndi, sem spannar frá gleðikonum í búðargluggum yfir í frjálsa dreifingu vímuefna til sjúklinga á læknabiðstofum og til ungmenna á opinberum félagsmiðstöðvum.