Bratt fylgishrun

Punktar

Aðeins ein ríkisstjórn í sögu skoðanakannana hefur fallið brattar en núverandi stjórn Sigmundar og Bjarna. Stjórn Geirs og Ingibjargar Sólrúnar hrundi. Fallið var ekki svona bratt hjá Jóhönnu og Steingrími. Við höfum þrjár ríkisstjórnir í röð, sem hafa valdið þjóðinni vonbrigðum. Kannanir sýna, að hálf þjóðin hefur gefizt upp á hefðbundnum pólitíkusum og flokkum þeirra. Fall Bjartrar framtíðar er af sama toga. Fólk fattaði allt í einu, að sá nýi flokkur var í raun einn af gömlu flokkunum, gamall frá fæðingu. Allt þetta stefnir kjósendum eindregið til flokksins, sem sýnir í verki gerólík vinnubrögð, einkum gegnsæi og lýðræði.