3. Austurborgin – Oudekerk

Borgarrölt

Oudekerk

Oudekerk, Amsterdam
Oudekerk

Við göngum kringum Oudekerk, Gömlukirkju, og furðum okkur á tvennu. Annars vegar litlu húsunum, sem skotið er inn í króka kirkjuveggjanna til að nýta plássið. Og hins vegar, að hálfklæddu og digru dömurnar í rauðlýstu gluggunum skuli stunda iðju sína beint undir kirkjuveggjunum.
Oudekerk er elzta kirkja borgarinnar, frá því um 1300, næstum því eins gömul og Sturlungaöld. Hún er byggð úr tígulsteini og er í rómönskum stíl, en þó með miklum gluggum, fallega steindum, eins og tíðkaðist á síðari gotneskum tíma. Turninn er yngri, frá miðri sextándu öld, í blandstíl gotnesku og endurreisnar.

Turninn er raunar furðuleg smíði. Neðsti stallurinn er voldugur og ferstrendur með klukkuskífum til allra átta. Þar á ofan kemur port hárra og mjórra súlna. Síðan kemur næpa. Málið er ekki enn búið, því að þar á ofan kemur annað súlnaport og loks önnur, gullin næpa efst uppi.

Næstu skref