10. Austurborgin – Binnenbantammer

Borgarrölt

Okkur finnst of langt þangað að sinni og beygjum heldur til hægri eftir austurbakka Geldserkade. Þriðja þvergatan til vinstri er Binnenbantammerstraat, miðpunktur Kínahverfisins í borginni. Þar eru kínversku veitingahúsin í röðum, þar á meðal Azïe. Á þessum slóðum er einna ódýrastan veitingahúsamat af almennilegu tagi að fá í miðborginni.

Zedijk

Zeedijk-leikvöllur, Amsterdam

Leikvöllurinn í Zedijk, rauða hverfinu

Úr Binnenbantammerstraat göngum við til baka yfir Geldserkade og beygjum til hqri eftir hinum síkisbakkanum. Síðan förum við næstu þvergötu til vinstri, Waterpoortsteeg, og erum strax komin inn á Zeedijk enn á ný, en á öðrum stað en í fyrra skiptið.
Þetta er hin hefðbundna sjómanna-skemmtigata borgarinnar. Barirnir og búlurnar eru hlið við hlið og mikill mannfjöldi er úti á götu að kvöldlagi. Á morgnana er gatan hins vegar steindauð og hasslyktin horfin.

Við getum gengið götuna til hægri og komizt fljótlega á fyrri slóðir þessarar gönguferðar. En við kjósum heldur að fara til vinstri. Nálægt endanum ber fyrir okkur sjón, sem kemur á óvart í þessari gleðskapargötu. Það er leikvöllur með skrítnum leiktækjum, bleikum fíl og skærum veggmálverkum.

Næstu skref