Undirbýr næsta hrun

Punktar

Ríkisstjórnin er byrjuð að efna í næsta hrun. Sala Landsbankans er skref í átt til stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun. Eigendur flokksins eru lítið fyrir að byggja upp rekstur og vilja fá hann afhentan fullbúinn frá ríkinu. Engir eru meiri kommar en pilsfaldakommar Flokksins. Ekki er vitað, hverjir verða Bjöggar hins einkavinavædda Landsbanka að þessu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í hryðjuverkastjórninni verið ötull við að rústa ríkisstofnunum og koma opinberum rekstri í hendur einkavina í okri. Flokkurinn hefur nákvæmlega ekkert lært af síðasta hruni. Spurningin er bara, hvort hann nær hruninu sínu fyrir kosningar.