21. Austurborgin – Pannekoekenhuis

Borgarrölt

Grimburgwal

Upstairs pönnukökur, Amsterdam

Pannekoekenhuis

Þegar við erum komin út úr Oudemanhuispoort, förum við yfir brúna framundan. Þar á horninu fyrir framan er Þriggjasíkjahús, sem heitir svo, af því að það liggur að síkjum á þrjá vegu. Framhlið hússins, fallegri hliðin, er hinum megin.

Við göngum áfram með Grimburgwal, sem við höfum á vinstri hönd. Það er lítið og ljúft síki með háskólabyggingum á vinstri bakka.

Við vorum búin að fara yfir brúna á Oudezijds Achterburgwal og förum nú yfir brúna á Oudezijds Voorburgwal. Af brúnni lítum við til baka að Þriggjasíkjahúsi. Síðan höldum við áfram meðfram Grimburgwal, unz við komum að nokkrum gömlum húsum á síkisbakkanum vinstra megin götunnar.

Pannekoekenhuis

Þar leynist lítil hurð og að baki hennar þröngur og brattur stigi upp að örsmárri kökustofu, Carla lngeborg‘s Pannekoekenhuis, þar sem er kjörið tækifæri til að fá sér eina stóra, hollenzka pönnuköku með hunangi.

Næstu skref