7. Holland – Alkmaar

Borgarrölt
Alkmaar ostamarkaður 2

Alkmaar ostamarkaður

Seinni ferðina förum við aðeins á föstudegi, því að þá er ostamarkaðsdagur í Alkmaar. Við tökum vegina A1O, A8 og síðan A9 norður úr Amsterdam. I Alkmaar finnum við bílnum stæði við kirkjuna og göngum markaðsgötuna Langestraat til Kaasmarkt, ostamarkaðarins á Waagplein, vigtartorginu.
Markaðurinn er haldinn föstudaga 10-12 frá apríllokum fram í miðjan september. Hann er stórkostlegt sjónarspil. Við verðum að vera mætt snemma til að ná útsýnisstöðu við kaðalinn, sem girðir torgið af.

Ostar frá Edam og Gouda liggja í skipulegum röðum á torginu. Kaupandinn og seljandinn þrátta um verðið með því að slá lófum saman. Að samkomulagi fengnu koma Kaasdragers, burðarmenn með eins konar gondólabörur og hlaða hinum selda osti á börurnar, oft 160 kílóum í senn. Síðan hlaupa þeir sérkennilegum skrefum með ostinn að vigtinni, þar sem osturinn er veginn. Burðarmennirnir eru hvítklæddir og bera rauðar, bláar, gular og grænar húfur eftir því, úr hvaða deild burðarmann
agildisins þeir eru.

Í rauninni eru menn hættir að selja ost með þessum hætti. Sjónarspilinu er hins vegar haldið áfram, meðal annars og einkum til að fá ferðamenn til bæjarins. Og ferðamennirnir virðast kunna þessu hið bezta, enda má líta á þetta sem skemmtilega leiksýningu á gömlum sið.

Að markaðstíma loknum getum við skoðað miðbæinn lítillega. Alkmaar er gamall bær með mörgum skemmtilegum húsum. Vogarhúsið, Waag, er gömul kirkja frá 14. öld. Og við fáum okkur loks hádegisverð á Bistrot de Paris á Waagplein nr. 1.

Næst er það Árbær Hollands