Sýndarveruleiki í hagtölum

Punktar

Landsframleiðsla hér mælist yfir meðallagi Evrópuríkja. Samt reiknast ekki, að hluti hennar hverfur í hafi, þegar fiskur er seldur utan. Kvótagreifar selja nefnilega sjálfum sér fiskinn, taka tugmilljarða framhjá landsframleiðslu, eins og álverin. Samt mælist hún há, en laun eru hins vegar mun lægri. Stafar af, að stjórnin lækkar auðlindarentu, afnemur auðlegðarskatt, skuldaleiðréttir hjá auðgreifum, setur lög á verkföll og ræðst með hörku á lífskjör aldraðra og öryrkja, rústar líka Landspítalanum. Greiningadeildir banka og ráðuneyta segja þér svo, að þú hafir það frábært. Líka skrípakallinn frá OECD. Þetta er galið.