STUNDIN birtir ýtarlega úttekt á svikum flokkanna við nýju stjórnarskrána. Frá upphafi voru bófaflokkarnir tveir andvígir henni. Svo og sjálfhverfir lögmenn, sem töldu sig hafa átt að koma þar að verki. Á öllum stigum var reynt að bregða fæti fyrir plaggið. Verst voru þar landráð Hæstaréttar. Sjálft morðið var svo framið á þingi. Fyrst linaðist núverandi Björt framtíð, sem dreymdi samstarf við bófana. Síðan sprakk Árni Páll og á hans vegum hálf Samfylkingin. Það var sjálft morðið. Naut aðstoðar Ástu Ragnheiðar þingforseta, sem á öllum stigum reyndi að tefja. Að lokum var svo hrygglaus Katrín Jakobs kúguð til hlýðni. Þannig stóð loks allur fimmflokkurinn að morðinu. Og mun ævinlega gjalda þess.