Hver gleymdi hverju?

Punktar

„Samkvæmt heimildum fréttastofu féll hluti af málinu um sjálft sig, því gjaldeyrisreglur Seðlabankans héldu ekki. Ástæðan er, að það gleymdist að láta ráðherra staðfesta reglurnar.“ Skrítið. Hafa ráðherrar staðfest allar reglur ríkisins? Eru fleiri undantekningar en þessi? Hver ber ábyrgð á, að reglurnar haldi? Eru óhæfir embættismenn að sofa yfir sig? Er seðlabankastjóri í tómu tjóni? Ber ráðherra ábyrgð á einhverri gleymsku? Gæti þetta komið fyrir í alvöru þjóðfélagi, svo sem Þýzkalandi? Er Ísland fávitahæli? Er frambærilegt, að einhver fáránleg ástæða sé fyrir því, að Ísland virkar alls ekki sem ríki?