17. Dublin – St Stephen’s Green

Borgarrölt
St. Stephen's Green, Dublin

St. Stephen’s Green

Við förum áfram eftir Dawson Street tæpa 100 metra út að garðinum St Stephen’s Green og förum inn í garðinn.

St Stephen’s Green er 9 hektara garður í enskum stíl, með tjörnum og brúm, gosbrunnum og öndum, blómahafi og vel slegnum flötum, barnaleikvelli og myndastyttum, upprunalega girtur 1663, en opnaður almenningi 1877.

Ýmsar þekktar hallir snúa út að garðinum, svo sem Shelbourne-hótel að norðanverðu og utanríkisráðuneytið, Iveagh House, að sunnanverðu.

Frá hornum garðsins liggja þekktar götur, svo sem Grafton Street til norðurs.

Næstu skref