4. Írland – Newgrange

Borgarrölt
Newgrange, Írland 2

Newgrange

 

Við höllum okkur aftur að R161 og ökum hann til Navan og þaðan N51 um Slane í átt til Drogheda, unz við komum að vegvísi til Newgrange-hofs.

Newgrange er mikið útfararhof frá því um 3000 fyrir Krists burð, eitt hið merkasta af því tagi í Evrópu. Það er grasi vaxinn steinhaugur, klæddur hvítu kvarzi, gerður af manna höndum, 80 metra breiður og 12 metra hár. Hið næsta er hann umlukinn liggjandi björgum, sem sum eru höggvin táknum, en fjær er hringur lóðréttra steina. Bygging hofsins hefur verið mikið afrek á tímum frumstæðrar tækni og ber vott um öfluga trú og styrka stjórn.

Newgrange, Ireland

Newgrange

Frá íhvolfum inngangi liggur 20 metra langur gangur inn í útfararsal með þremur útskotum.

Á vetrarsólstöðum skín sólin nærri lárétt eftir ganginum inn í greftrunarsalinn og lýsir hann upp í nokkrar mínútur. Aðgangur £1,50.

Næstu skref