12. Írland – Grianan of Aileach

Borgarrölt
Grianan of Aileach, Norður-Írland

Grianan of Aileach

Ef við förum ekki krókinn, tökum við stefnuna frá Derry eftir A2 í átt til Buncrana og áfram handan landamæranna N13 í átt til Letterkenny. Vegprestur til vinstri sýnir krók upp fjallið til Grianan of Aileach.

Grianan of Aileach er heilleg endurgerð frá 1870 á virki, sem upprunalega var reist á 5. öld, í upphafi írskrar kristni. Það var konungssetur Njálunga frá þeim tíma og fram á 12. öld, en var eyðilagt árið 1101 í innanlandserjum írskra konunga.

Hringlaga virkið er efst á hæðinni, 23 metrar í þvermál, 5 metrar á hæð og með 4 metra þykkum útveggjum. Að innanverðu eru útveggirnir skásettir tröppum til að auðvelda tilfærslur varnarliðs. Ágætt útsýni er af virkisveggjunum, meðal annars til Derry.

Næstu skref