24. Írland – Connemara

Borgarrölt
Connemara landslag, Írland

Connemara landslag

Við höldum áfram N59 skamma leið og beygjum til vinstri afleggjara að þjóðgarðinum í Connemara.

Connemara National Park nær yfir 200 hektara af heiðum, mýrum, móum og skógi. Hér eiga heima rauða dádýrið írska og Connemara-smáhesturinn. Yfir ferðamiðstöðinni gnæfir tindurinn Diamond Hill, 445 metra hár. Þaðan er gott útsýni yfir Connemara-hérað.

Connemara er eyðilegt og fjölbreytt land, þar sem skiptast á vötn og ásar, lækir og mýrar, höfðar og fjörusandar. Strjálbýlt er í þessu ófrjósama landi og  fólk talar enn gelísku að fornum sið. Héraðið er stundum kallað Gaeltacht, land keltanna.

Diamond Hill, Connemara Park, Írland

Diamond Hill, Connemara Park

Næstu skref