25. Írland – Currath

Borgarrölt

Currath

Currath Castle, Írland

Currath Castle

Áfram liggur leið okkar á N59. Fljótlega komum við að Letterfrack, þar sem við eigum ýmissa kosta völ. Fljótlegast er að halda beint áfram. Við getum líka beygt til hægri á hliðarveg niður að Tullycross og Renvyle.

Við ströndina í Renvyle er Currath Castle, einn margra hústurna Írlands. Þessi hefur þá sérstöðu, að brimið hefur brotið eitt hornið, svo að hægt er sjá innri gerð turnsins, svo sem steintröppur milli hæða.

Við höldum sömu leið til baka upp á N59. Fljótlega komum við til hægri að Rosleague Manor.

Fyrir norðan Clifden, Írland

Fyrir norðan Clifden

Clifden

Við förum áfram N59 til Clifden, þar sem við leitum uppi Abbeyglen Castle, sem er utan í hæðinni handan bæjarins.
Abbeyglen Castle er hótel, sem byggt hefur verið í kastalastíl með oddmjóum gluggum, hornturnum og skotraufum á þakbrún. Umhverfis hótelið eru miklir garðar og skógar fjær.

Við höldum áfram þennan hliðarveg upp brekkuna. Við erum á svonefndum Sky Road, sem liggur í hring um skagann fyrir utan Clifden.

Gott útsýni er af þessum vegi, einkum til annesja, eyja og hafs. Þetta er fagra landslagið, sem Connemara er þekkt fyrir.

Næstu skref