28. Írland – Galway

Borgarrölt
St. Nicholas, Galway, Írland

St. Nicholas, Galway

Við förum afleggjarann til baka og beygjum til vinstri inn á N59, sem við förum alla leið til Galway. Við förum yfir brúna og af hringtorginu inn í miðbæinn og finnum bílastæði.

Galway er stærsta borg vesturstrandarinnar og miðstöð gelískrar tungu. Gamli miðaldakjarninn með þröngum götum og lágum húsum er helzta aðdráttarafl ferðamanna.

Lynch's Castle, Galway, Írland

Lynch’s Castle, Galway

Shop Street er aðalstræti gamla bæjarins og mætti vera lokað fyrir bílaumferð. Fyrir því miðju er Lynch’s Castle frá 16. öld með ýmsum skreytingum á útveggjum og lifir góðu lífi sem bankastofnun í nútímanum.

Aðeins sunnar við götuna er St Nicholas’ kirkja, reist 1320 og stækkuð
á 15. og 16. öld, einföld og traustleg í sniðum.

 

Næstu skref