37. Írland – Staigue

Borgarrölt

Aghadoe

Frá Gallarus Oratory förum við aftur til Dingle og þaðan 559 Annaschaul, 561 til Castlemaine, N70 til Milltown og loks R563 næstum alla leið til Killarney, en beygjum til hægri eftir vegvísi til Aghadoe Heights hótels.

Frá Aghadoe förum við til Killarney og þaðan R562 til Killorglin og N70 fallega leið til Glenbeigh, Cahirciveen og W
aterwille á Iveragh-skaga.

Waterville er þekktur sumard
va
larstaður með ánægjulega gamaldags andrúmslofti. Aðalgatan er við sjávarsíðuna,
með húsum á aðra hlið og vel ræktuðum garði sjávarmegin. Flest húsin eru gistihús eða veitingahús.

Staigue, ÍrlandStaigue

Frá Waterville höldum við áfram N70, fyrst upp í Coomakista-skarð fyrir ofan bæinn, þaðan sem er gott útsýni af bílastæði til beggja átta yfir stórbrotið landslag Iveragh-skaga. Áfram höldum við unz við komum að vegvísi til vinstri til Staigue.

Staigue er 2000 ára gamalt hringvirki, sem hefur að mestu staðizt tímans tönn. Veggirnir eru 5 metra háir og 4 metra breiðir. Það hefur sennilega verið reist sem griðastaður héraðsbúa gegn aðvífandi sjóræningjum. Fleiri slík virki hafa fundizt á þessum slóðum, en Staigue er stærst og bezt varðveitt. Aðgangur £0,40.

Dromquinna

Við förum áfram N70 til snoturs smábæjar, sem heitir Sneem, og áfram næstum alla leið til Kenmare, en beygjum til hægri afleggjara til Dromquinna hótels. Það er í Viktoríustíl í fögru landi við sjóinn, með eigin bátahöfn. Hótelið er einkar notalegt, með brakandi trégólfum, snarkandi arni og hverri setustofunni inn af annarri. Þetta er góður slökunarstaður.

Næstu skref