38. Írland – Kenmare

Borgarrölt

Kenmare

Kenmare steinhringir, Írland

Kenmare steinhringir

Frá Dromquinna er stutt leið um N70 til Kenmare. Við stönzum við aðaltorgið eða sem næst því.

Kenmare er skemmtilegur bær með gamaldags verzlunargötu, Main Street, upp frá torginu. Samsíða þeirri götu liggur Market S
treet frá torginu að 4000 ára gömlum steinhring, sem sennilega er gerður af spönskum koparnámumönnum. Einn stór steinn er í miðjunni og 15 minni steinar kringum hann.

Eccles, hótel, Írland

Eccles hótel Glengariff

Glengariff

Við förum frá Kenmare fallegan fjallveg um N71 með 726 metra jarðgöngum gegnum háfjallið og komum hinum megin niður að bænum Glengariff.

Þorpið hefur verið ferðamannastaður í hálfa aðra öld. Frægasta mannvirkið er Eccles-hótel við höfnina, reist 1833. Það ber enn hinn fagra og upprunalega svip frá þeim tíma, er Viktoría Bretadrottning varði þar sumarleyfi sínu. Að innan sem utan varðveitir hótelið sjarma 19. aldarinnar.

Við höldum áfram N71 til Ballylickey, þar sem tvö frábær hótel eru hlið við hlið vinstra megin við þjóðveginn, Ballylickey Manor House og Sea View House.

Bantry

Áfram förum við N71 stuttan veg til 19. aldar bæjarins Bantry. Þegar við erum komin yfir aðaltorgið, beygjum við til vinstri um hlið á múrvegg um form–lega, ítalska garða að Bantry House.

Næstu skref