41. Írland – Cork & Cobh

Borgarrölt

Cork

St. Fin Barre, Cork, Írland

St. Fin Barre, Cork

Frá borgarvirkinu höldum við áfram eftir R600 inn í borgarmiðju í Cork, þar sem við leitum að bílastæði.

Aðalgöturnar í Cork eru breiðgatan Grand Parade og bogastrætið St Patrick’s Street. Húsin við þessar götur eru fremur lág og björt og gefa miðbænum notalegan svip.

Yfir honum sunnanverðum gnæfir kirkjan St Fin Barre’s Cathedral í nýgotneskum stíl frá 1865. Miðturninn er 73 metra hár. Rétt vestan kirkjunnar er virkið Elizabethan Fort frá 1590, þaðan sem er gott útsýni yfir miðbæinn.

Arbutus

Við ökum úr miðbænum eftir St Patrick’s Street, síðan beint yfir brúna á Lee, beygjum til hægri, ekki á árbakkanum, heldur næstu götu ofar, Mac Curtain
Street. Síðan beygjum við lítillega skáhallt til vinstri upp brekkuna Summerhill og í framhaldi af henni skáhallt upp Middle Glanmire Road. Þar er Arbutus Lodge hægra megin götunnar.

Arbutus Lodge er borgarhús í fallegum garði í brekku yfir miðbænum. Það er eitt allra bezta veitingahús Írlands og er lítið hótel um leið. Húsakynni eru gömul og virðuleg. Þjónusta er hressileg.

Dómkirkjan í Cobh, Írland

Dómkirkjan í Cobh

Cobh

Við förum niður Middle Glanmire Road og Summerhill og bey
gjum skarpt til vinstri á Lower Glanmire Road, þaðan sem N25 tekur við úr bænum. Við beygjum síðan til hægri afleggjara til Cobh, þar sem við stönzum við höfnina.

Cobh (borið fram “kóv”) var höfn brezka flotans í frelsisstríði Bandaríkjanna, brottfararhöfn hundraða þúsunda af írskum vesturheimsförum, og síðast áningarstaður stóru áætlunarskipanna á Atlantshafi.

Yfir höfninni gnæfir nýgotneska dómkirkjan St Colman’s Cathedral með risastórum turni, sem hýsir 47 kirkjuklukkur, reist 1868-1915 fyrir samskotafé vesturheimsfara.

Næstu skref