42. Írland – Youghal

Borgarrölt
Borgarmúrinn í Youghal, Írland

Borgarmúrinn í Youghal

Við förum aftur út á N25 og ökum alla leið til Youghal, þar sem við stönzum við aðalgötuna, Main Street.

Clock Gate í Yougahal, Írland

Clock Gate í Yougahal

Tynte's Castle í Youghal, Írland

Tynte’s Castle í Youghal

Ýmis merkileg mannvirki eru við þessa götu. Clock Gate er hús í sunnanverðum borgarmúrnum og spannar götuna á fjórum hæðum, reist 1777.  Við norðanverðan múrinn er vinstra megin Red House í hollenzkum stíl frá fyrri hluta 18. aldar, og hægra megin Tynte’s Castle, hústurn frá 15. öld. Undir norðurmúrnum er líka St Mary’s Collegiate Church frá fyrri hluta 13. aldar.
Múrinn umhverfis miðbæinn er merkasti borgarmúr Írlands, enda heill enn, þótt reistur hafi verið á 13. öld.

Næstu skref