43. Írland – Caher

Borgarrölt

Clonmel

West Gate í Clonmel, Írland

West Gate í Clonmel

Við förum N25 úr bænum í átt til Waterford, en beygjum fljótlega til vinstri R671, sem við fylgjum fagra leið til Clonmel. Við reynum að leggja bílnum í O’Connell Street eða sem næst því.

O’Connell Street er aðalgata bæjarins. Að austan endar hún á Main Gu
ard, gömlu dómhúsi borgarinnar. Í vesturenda götunnar stendur West Gate klofvega yfir henni, 14. aldar hlið á borgarmúrnum. Frá hliðinu liggur sund til norðurs að St Mary’s Church, sem ber áttstrendan turn. Í kirkjugarðinum er heillegur kafli gamla múrsins (H2).

Caher Castle, Írland

Caher Castle

Caher

Við tökum N24 til Caher og stönzum á bílastæði milli aðaltorgs og kastala.

Höfuðprýðin í Caher er Caher Castle, umfangsmikill kastali við ána Suir. Hann var reistur á 13. öld og endurbættur á 15. öld. Í miðjunni er turnhús og þrjú port, en utar er virkisveggur með þremur stórum turnum. Kastalinn er í góðu ásigkomulagi og hýsir nú héraðsminjasafn.

Næstu skref