46. Írland – Jerpoint

Borgarrölt
Jerpoint Abbey, Írland

Jerpoint Abbey

Kells

Við förum N10 frá Kilkenny til Stoneyford og þaðan afleggjara, fyrst til Kells og síðan til Jerpoint. Fyrst förum við til Kells.

Kells Priory eru rústir Ágústínusarklausturs frá 1193. Lítið er eftir af klaustrinu, nema virkisveggur þess frá 14. og 15. öld.

Jerpoint

Við förum aftur til Stoneyford og þaðan hliðarveg til Jerpoint.

Jerpoint Abbey er annað klaustur og öllu frægara. Það var upphaflega Benediktsklaustur frá 1160-1170, en varð Sistersíanaklaustur 1180. Klaust
urkirkjan er krosskirkja í rómönskum stíl. Þverskipin eru upprunaleg, en turninn er frá 15. öld. Klausturgarðurinn hefur varðveitzt með mörgum súlnapörum frá 14. og 15. öld. Á súlunum eru höggmyndir, sem gefa hugmynd um klæði og vopn Íra á þeim tíma. Aðgangur £0,80.

Instioge

Við höldum áfram frá Jerpoint N9 til Thomastown og R700 til Instioge.

Instioge er með skemmtilegustu þorpum í fögru landslagi þessa héraðs. Við ána er stór garður og útivistarsvæði, svo og rústir kastala frá 1220.

Næstu skref