Lundabúðir í miðborginni minna mig á lagersölu. Helmingurinn af vörum hverrar búðar eru lundadúkkur í hundraðatali, allar eins. Næstum útdauður fugl orðinn að einkennistákni landsins í augum markaðarins. Vilji einhver selja, er víst, að margir munu vilja kaupa. Einkum á þetta að minna okkur á, að markaðurinn er undarlegur í eðli sínu. Það, sem selur, er allt annað en það, sem þú heldur, að selji. Þess vegna eigum við að læra af velgengni þessarar verzlunar. Ekki amast við fjölgun lundabúða. Verzlun var hvort sem er dauð í miðborginni, áður en lundaæðið hófst. Gleðjumst yfir, að fjölgað hefur í flokki þjóðarauðlinda.