Ekki mér að kenna

Punktar

Sameinað einkenni íslenzkra stjórnmála er: Þetta er ekki mér að kenna, það er bara misskilningur hjá fólki. Þótt Guðmundur Steingrímsson og Árni Páll Árnason hafi aldrei gert neitt rétt, sjá þeir það ekki. Báðir tóku þeir þann feil, að stjórnarskrá þjóðarinnar væri marklaust plagg. Báðir tóku þeir þann feil, að farsælast væri að halla sér að Sjálfstæðisflokknum. Flónin skilja ekki, að hann er bófaflokkur. Gjaldfelldu stefnuskrár sínar, þjóðina og lýðræðið. Segja svo: Þetta er ekki mér að kenna. Björt framtíð hafði kjark til að ýta Guðmundi út í kuldann. En Samfylkinguna skortir ævinleg kjark, þegar á hólminn er komið.