10. Markúsartorg – Sala del Maggior Consiglio

Borgarrölt
Sala dei Maggior Consiglio, Palazzo Ducale, Feneyjar

Sala dei Maggior Consiglio, Palazzo Ducale

Við förum um tilkomumikla sali hallarinnar. Meðal annars förum við yfir lokuðu göngubrúna, Ponte dei Sospiri, sem tengir höllina við dómhöllina til hliðar. Hástigi nær hallarskoðunin í sal ríkisráðsins.

Risastór fundarsalur tæplega 2000 manna ríkisráðsins og veizlusalur borgarinnar á sjálfstæðistíma Feneyja. Eitt stærsta málverk heims, Paradís eftir Tintoretto, rúmlega 180 metrar að flatarmáli, prýðir hásætisenda salarins. Veggir og loft hans eru þaktir málverkum, meðal annars eftir Veronese.

Hér voru teknar formlegar ákvarðanir um samninga og stríð Feneyinga við Tyrki og við ítalska keppinauta þeirra í Genova. Hér var lagður grundvöllurinn að sjóorrustunni við Lepanto, þar sem Feneyjar, Genova og fleiri vestræn ríki stöðvuðu sigurgöngu Tyrkja á Miðjarðarhafi 1571 undir forustu Feneyinga.

Næstu skref