14. Markúsartorg – Torre dell’Orologio

Borgarrölt
Torre dell' Otrlogio, Feneyjar 2

Torre dell’ Otrlogio

Úr turninum förum við yfir Markúsartorg framan við kirkjuna að tímaturninum, sem er felldur inn í húsaröðina norðan torgsins.

Turninn er þekktastur fyrir bronzstyttur Máranna tveggja á þakinu, sem hringja klukkunni á heilu tímunum, og stafa vinsældirnar mest af því, að þeir eru ekki í neinu að neðan. Efst á turnveggnum er lágmynd af vængjuðu ljóni heilags Markúsar. Þar fyrir neðan er líkneski af Maríu mey og hreyfilíkön af vitringunum þremur, sem færa jesúbarninu gjafir.

Merkasti hluti turnsins er þar fyrir neðan. Það er tímatalsklukka með gyllingu og bláum glerungi. Hún sýnir stjörnuhimininn og kvartilaskipti tunglsins.

Næstu skref