6. Canal Grande – Pescheria

Borgarrölt
Pescheria, Feneyjar 3

Pescheria

Pescheria

Handan Canal Grande er fiskmarkaðshöll Feneyja, Pescheria.

Sjálf höllin er 20. aldar stæling á gotneskum stíl. Jarðhæðin er opin í gegn og þar er meginhluti fiskmarkaðarins til húsa, þótt hann flói líka út í næstu götur.

Hann hefur verið á þessum stað í sex aldir og er enn líflegur sem fyrr. Skemmtilegast er að vera þar á morgnana, þegar húsfreyjur Feneyja gera innkaupin.

Við skoðum hann betur í síðari gönguferð.

Ca’ da Mosto

Ca da Mosto, Feneyjar

Ca’ da Mosto

Við nálgumst nú sveigju á Canal Grande og komum að afar gamalli höll vinstra megin.

Ca’ da Mosto er ein af elztu höllunum, frá 13. öld, gott dæmi um býzanska hallarstílinn í Feneyjum.

Á átjándu öld var þetta fínasta hótelið í Feneyjum, meðal annars dvalarstaður Austurríkiskeisara.

Næstu skref