Palazzo Bembo
Við hliðina er rauðgul höll.
Palazzo Bembo er fagurlega hönnuð gotnesk höll frá 15. öld með tvöföldum gluggaknippum í miðjunni.
Palazzo Loredan
Aðeins ofar, einnig vinstra megin, komum við að einna elztu og fegurstu höllum þessarar leiðar, Loredan og Farsetti.
Léttu tvíburahallirnar eru frá lokum 12. aldar eða upphafi 13. aldar. Loredan er sú bjartari, sem er vinstra megin, afar býzönsk að stíl, með háum og nettum skeifusúlnariðum, sem ná eftir endilangri framhlið tveggja neðstu hæðanna og mynda þar svalir.
Palazzo Farsetti
Þessi er heldur breiðari og dekkri en tvíburahöllin við hliðina. Hún er líka frá upphafi 13. aldar, í tærum býzönskum stíl, skólabókardæmi um Feneyjaútgáfu þess stíls. Há og nett skeifusúlnariðin ná einnig hér eftir endilangri framhliðinni.
Borgarráð Feneyja er til húsa í þessum tveimur höllum.