Calle larga 22 Marzo
Frá brúnni höldum við áfram inn í breiðgötuna framundan.
Calle larga 22 Marzo er ein breiðasta og fjölfarnasta gata borgarinnar, með tízkuverzlunum og hótelum á báðar hendur. Við sjálfa götuna hægra megin er hótelið Saturnia og veitingastaðurinn Caravella. Mjó sund liggja til suðurs frá götunni til hótelanna Europa e Regina, Flora og Pozzi.
Í nágrenninu er hótelið og veitingahúsið Gritti.
Campo San Fantin
Við tökum krók norður úr götunni eftir sundinu Calle delle Veste út á torgið Campo San Fantin, um 100 metra leið.
Nokkuð er af þekktum veitingahúsum við Campo San Fantin og í næsta nágrenni þess. Frægasta stofnun torgsins er þó óperuhúsið Fenice.
Næstu skref