Einmana í miðjum Hálsaskógi

Punktar

Þingmenn Bjartrar framtíðar telja okkur lifa í Hálsaskógi. Allir eigi að vera vinir og finna málamiðlun á miðjunni. Björt framtíð hefur komið sér þar fyrir með sitt 4,6% fylgi. En enginn mætir á staðinn. Stafar af, að engin málamiðlun liggur í loftinu. Ríkisstjórnin hefur í tvö ár siglt yzt á jaðar græðgisstefnu. Hossar auðgreifum og níðist á þeim, sem minna mega sín. Við slíka verður engin sátt gerð. Sjáið bara magnaða frekju kvótagreifanna. Næstu ár verður barizt um meginlínur stjórnmála. Ekki vinstri-hægri slagur, heldur mennsku-ómennsku. Þá dugar ekki að vera fínn í tauinu og bíða eftir ljúfu samráði hjá Mikka ref.