9. San Marco – Santa Maria dei Miracoli

Borgarrölt
Santa Maria del Miracoli, Feneyjar

Santa Maria del Miracoli

Við förum áfram leiðina yfir næstu brú, þar sem við beygjum til hægri eftir Salizzada San Canciano. Eftir 100 metra komum að Palazzo Boldú, þar sem við beygjum til hægri eftir Calle dei Miracoli, yfir brú og að kirkju á skurðbakkanum, tæplega 100 metra leið.

Afar fögur smákirkja frá upphafi endurreisnartímans, hönnuð af Pietro Lombardo, fagurlega lögð marglitum marmara og öðrum fægðum steini að utan og innan. Einkum er vesturstafninn fagurlitur og skrautlegur með rómönskum bogagluggum og hringgluggum. Kirkjan er höfuðverk Lombardo, en við munum sjá fleiri verk hans í þessari gönguferð.

Nafn sitt dregur kirkjan af málverki Nicolò di Pietro af heilagri guðsmóður og barninu, sem er yfir altarinu. Myndin er talin valda kraftaverkum. Í tunnulaga kirkjuloftinu eru myndir af 50 englum og spámönnum. Kirkjan hefur nýlega verið gerð upp, svo að hún skartar sínu fegursta

Næstu skref