11. Dorsoduro – Ca’ Rezzonico

Borgarrölt
Putti í Ca Rezzonico, Feneyjar

Putti í Ca Rezzonico

Eftir að hafa litið inn í Calle dei Botteghe, göngum við til baka að brúnni, en beygjum þar til vinstri eftir Fondamenta Rezzonico, sem er 100 metra löng og liggur að hallarsafni við Canal Grande.

Baldassare Longhena reisti Ca’ Rezzonico í hlaðstíl á síðari hluta 17. aldar.

Hún er skarti búin að innanverðu, þétt skipuð málverkum, veggmyndum og forngripum. Danssalurinn liggur eftir endilangri annarri hæðinni, með gylltum ljósakrónum og þrívíddarmálverkum í lofti, svo og útskornum húsbúnaði. Nokkur stofuloft eru með veggfreskum eftir Giambattista Tiepolo.

Hún er núna minjasafn um Feneyjar 18. aldar. Þar eru meðal annars málverk eftir Pietro Longhi, Francesco Guardi, Canaletto og Giandomenico Tiepolo

Næstu skref