Snúum okkur svo að glæsihöllinni sunnan torgsins.
Scuola Grande di San Rocco var reist af endurreisnarstíls-arkitektinum Bartolomeo Bon 1515-1549 á vegum góðgerðaklúbbs, þekktust fyrir málverk Tintoretto.
Hann málaði loft- og veggmyndir í sali hallarinnar 1564-1587. Þær sýna róttæka notkun hans á samspili bjartra ljósa og dimmra skugga og róttæka notkun á litum og litaandstæðum. Í aðalsal neðri hæðar eru myndir úr lífi Maríu guðsmóður og í aðalsal efri hæðar eru myndir, sem sýna kraftaverk úr Gamla Testamentinu.
Málverkið af krossfestingu Krists í hliðarsal efri hæðar sýnir ofsafengna trúarlega innlifun.
Næstu skref