Síðan höldum við sömu leið til baka um Campo San Marziale, Calle Zancani og Campo di Santa Fosca, þar sem við beygjum til hægri inn á gönguleiðina milli Rialto og Ferrovia. Við göngum eftir henni um 900 metra leið að breiðskurðinum Canale di Cannaregio.
Einn breiðasti skurður Feneyja næst á eftir Canal Grande, mikið notaður til vöruflutninga. Honum fylgir ys og þys hafnarhverfis, einkum á kaflanum, sem næstur er Canal Grande.