Við förum norður með austurhlið Palazzo di Cangrande 100 metra eftir götunni Cavaletto og beygjum til hægri í Corso Sant’Anastasia, sem liggur að einni höfuðkirkju borgarinnar, aðra 100 metra til viðbótar.
Sant’Anastasia er voldug og háreist klausturkirkja Dóminíkusarmunka í rómönskum stíl frá 1290, með gotneskum inngangi, skreyttum veggfreskum frá 15. öld.