Palazzo di Vescovo
Við förum til baka yfir rómversku brúna og upp brekkuna handan hennar að dómkirkjunni. Við afturenda kirkjunnar förum við hjá anddyri biskupsgarðsins, Palazzo di Vescovo.
Gotneskur inngangur hallar dómkirkjubiskupsins.
Duomo
Við förum fram fyrir kirkjuna og inn á torgið fyrir framan hana.
Dómkirkjan hefur verið gerð upp og geislar hinum mildu steinlitum, sem hún bar upprunalega. Elzti hluti hennar er frá 12. öld og framhliðin er í rómönskum langbarðastíl, hönnuð af Nicolò.
Bleikar súlur halda uppi kirkjuþakinu. Helzta meistaraverk kirkjunnar er Upprisan eftir Tiziano, frá 1535-1540, í fyrstu kapellunni vinstra megin.
Frá kirkjunni er innangengt í skírnhúsið, sem raunverulega er 8. aldar múrsteinskirkja, San Giovanni in Fonte, með 12. aldar framhlið úr marmara.
Næstu skref