Gott er að vitna í frænda minn, séra Halldór í Holti: „Það virðist enginn vilja vita af óhreinu börnunum hennar Evu: Einstaklingum sem misstu heimili sín, öryrkjum sem lifa ekki af örorkubótum, um 40 prósentum af eldri borgurum sem lifa ekki af skömmtuðum tekjutengdum lífeyri langt undir framfærslu, eldri borgurum í húsnæðissamvinnufélögum, sem fengu enga leiðréttingu og urðu jafnvel fyrir ólöglegri eignaupptöku, og fjölda yngra fólks með námsskuldir, án skuldaleiðréttingar“ Nú er í tízku að kalla velferðina aumingjavæðingu. En aumingja á okkar kostnað er að leita annars staðar: Til dæmis kvótagreifar.