Göngur um ferðaborgir

Ferðir

Tímabilið 1981-1996 skrifaði ég um erlendar ferðaborgir um það bil tug bóka, sem lengi hafa verið ófáanlegar. Upplýsingar um hótel og veitingar eru orðnar úreltar. Öðru máli gegnir um lýsingar á gönguferðum um borgirnar. Hafa gagnast fólki fram á þennan dag. Mér til skemmtunar í ellinni er ég að færa göngurnar í stafrænt form, texta og myndir. Byrjaði á Amsterdam, sem má skoða hér á vefnum hægra megin undir orðinu Borgargöngur. Þar er fjallað um bátsferð um síkin, lýst þremur gönguleiðum og útrás um Holland í bílaleigubíl. Ég hyggst halda þessu áfram með fleiri, Dublin-Írland eru komin og fljótt birtast Feneyjar.